Undarlegir dagar.

Ég er ekki búin ad vera med vatn sídustu daga svo ad ég var sett á gistiheimili. Brocon borgadi ad sjálfsogdu fyrir thad.

Ég keypti blómavasa fyrir stuttu. Thad er nú ekki frásogufaerandi nema.... ég keypti blóm til ad setja í vasann. Vasinn lak. Núna lyktar blómavasinn og gluggakistan mín eins og beikon! Thad er ekki skemmtilegt. En ég er med ferska jasmínu hangandi útum allt í íbúdinni til ad losna vid beikonlyktina.

Í dag tók ég mótotaxa. Ég aetladi ad fara á Russian Market. Kallinn taladi ekki stakt ord í ensku og taladi og taladi á khmer vid mig. Á einhvern dularfullann hátt endadi ég fyrir utan skrifstofu Sameinudu thjódanna hér í Phnom Penh. Svo thegar mótokallinn spurdi til vegar sagdi vegavísunarkallinn ad thad vaeri ekki neinn Russian market í PP. Hann sagdi ad ég vaeri heimsk og ad ég vaeri ad fara á O'Russay market. Svo spurdi hann hvad ég aetladi ad kaupa á markadnum. Hvad kemur thad honum vid?! Ég komst á endanum á markadinn og keypti allt sem ég aetladi ad kaupa. 9 stk af lime á 3000 riel. Thad er ekki einu sinni dollar. og 1/4 kg af rambutan á 1000riel. Thad eru 25 cent af dollar.

Í gaer lenti ég í ýmsu. Kínversk jardarfor og múslimajardarfor, brúdkaup og dreka dansarar. Allt á einum eftir middegi og ég kenndi ensku í thrjá klukkutíma og keypti eplasafa og fór út ad borda!

Ég er ennthá ad átta mig á tví hvernig ég ráfadi inn í jardarfarirnar, eda hvort ég hafi verid dreginn inn í thaer. Tví thad hefur gerst ádur. Brúdkaup er ekkert mál ad ráfa inní ég geri thad mjog oft.  Og drekadansar voru útum allt í gaer thar sem thad var sídasti dagur í veisluhaldinu fyrir kínverska nýja árid. Ég er hins vegar aldrei med myndavél. Og mig langadi svo ad taka mynd af drekunum og búningunum

Ég fór med Sky og Sros á veitingastadinn/barinn sem vid forum alltaf á. Pontudum kjot og bananaskins-salad einhvern skelfisk, hrísgrjón og tvaer konnur af bjór. Ég borgadi...heila átta dollara! Full máltíd fyrir thrjár manneskjur og nóg af bjór á 8 dollara.

Thad merkilegasta gerdist í dag thegar ég var ad rífast vid mótótaxa, thad byrjadi ad rigna! Ég hef ekki séd rigningu í margar vikur. Bara frá tví ad ég var á Íslandi

Jaeja ég verd ad bruna... Kaupa klaka, skera lime, hella vokva, borda kvoldmat og halda partí. Ykkur er ollum bodid. Teitid byrjar á eftir, svona eftir kvoldmat.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig langar í rambutan... síðast þegar ég vissi þá kostaði kílóið af þeim 1000 kall í hagkaup og helmingurinn af þeim var ónýtur :(    Viltu henda nokkrum svollis til mín? :)

Inga! (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband