Færsluflokkur: Ferðalög

Hvernig veistu að...

þú býrð í þróunnarríki?

Meðleigjandinn segir að þegar það er ekki hægt að fá tandoori kjúkkling og grænmeti og masala í morgunmat klukkan 10 mætti halda að við byggjum í þróunnarlandi.

Hvernig veistu að þú býrð í þróunnarlandi í Suðaustur Asíu:
Það eru um það bil 30 leigubílar í höfuðborginni, í landi þar sem búa c.a. 14 milljónir.
Allir fara leiðar sinnar á mótorhjóli, hvort sem það sé eigið hjól eða motodop, eða með cyclo eða tuktuk.
Að vera feitur er frábært.
Að vera hvítur er toppurinn á tilverunni.
Að borga meira en 5 dollara í hádegismat er fáranlegt.
Þegar það er farið í Go-kart spyr eigandinn hvort þú hafir keyrt áður, alveg sama hvort það sé bíll eða hjólbörur, og hvort þú viljir hafa hjálm.
Bensín er selt í stórum kók glerflöskum, á sama götuhorni er hægt að fá grillaðann kjúkkling og nýja sandala.
Það eru berrössuð börn útúm allt.
Fólk pissar þar sem það stendur, í Kambódíu er Public Display of Personal Hygiene (PDPH) í hávegum haft. Flott að hafa langar neglur til að bora í nefið með eða klóra á skyggðum svæðum líkamans.
Að sjá bara tvær manneskjur á mótorhjóli er óvenjulegt. Venjulega eru það 3-7 á einu hjóli.
Það lyktar allt eins og rusl, chili, hrísgrjón, te og jasmín.
Hvítunnarkermsprufur í súpermarkaðnum, ég fæ oft prufur gefins, mér finnst það mjög fyndið.
það er ekki hægt að kaupa sápu eða krem eða svitalyktareyði nema með hvítunnarmátti.
Annað hvort er mjög heitt, eða RISA rigning.
Maturinn er svo ferskur að kjúkklingnum er slátrað fyrir framan þig, fiskurinn hoppar og skoppar útum allt þar til hann rotast og krabbinn klípur þig í nefið.
Bjór er seldur á herstöðinni þar sem hægt er að fá að skjóta úr byssum, þar eru hermennirnir sofandi við hliðið, strákar hoppa yfir vegginn og flestir eru bara blindfullir eða eld gamlir. Á herstöðinni færðu menu fyrir byssur og skotmörk (kjúkkling, gæs, kallkún, belju, spítu)
Þú situr inni á tiltölulega fínu kaffihúsi að skrifa á tölvuna þína, það er rigning og grátt úti. Þú gætir verið hvar sem er í heiminum..allt í einu labbar fíll framhjá.

þú sért strákur:
go-kart og að skjóta úr AK47 og bjór er fullkominn laugardagur.
Það er frábært að fá drullupoll í andlitið þegar go-kart brautin er rennanblaut í grenjandi rigningu.
Það er ömurlegt að tapa fyrir 22ja ára stelpu í go-karti. (já ég vann!!)
Fullkominn sunnudagur er: djúpsteiktur kjúkklingur, Die Hard og Top Gun á nærbuxunum.
Það besta við stelpur: þegar þær geta ekki klárað matinn sinn.

Þú ert ég:
þú býrð í Kambódíu.
Af einhverri dularfulli ástæðu áttu eiginlega bara strákavini, þar sem það eru víst 5 stelpur á hvern einn karlmann í borginn. Ég hef hinsvegar 10 karlmenn í kringum mig...mjög áhugavert.
Það er asnalegt að borga meira en 4 dollara í hádegismat.
Þú átt 26 gullfalleg börn.

Allavega..
Allt gott að frétta, átti góða helgi þrátt fyrir að fara ekki á ströndina, héldum aftur upp á Man-Day, Go-kart, byssur, bjór, þrjú kveðjupartí, það eru eiginlega bara allir að fara. Aumingja meðleigjandinn, hann verður bara aleinn eftir nokkrar vikur.
Ég ætlaði að hitta Charlie í einn drykk á laugardagskvöldinu og fara snemma að sofa, allt í einu var klukkan orðin 4, síðasti emotions leikurinn spilaður, það er svo gaman að leika emotions, drukkum The Erna, Justin bjó til verstu drykki í heimi, engin ROSApulsa til í pulsuvagninum, urðum að búa til dumplinga í staðinn.

Ætti ég að týna vegabréfinu mínu og bakpokanum mínum og flugmiðunum mínum vera hérna áfram? Eða horfast í augu við þetta og byrja að pakka?

Hvíldarstundin er búin...krakkarnir bíða óþreyjufullir eftir næstu Disney mynd... spurning hvað það ætti að vera.


Brudkaupid

Vegna fjoldna askoranna kemur her sagan ur brudkaupinu.

Vid logdum af stad klukkan 5 i ansi lelegum minibus. Thad foru ekki allir krakkarnir af LHO, bara thau sem eru ur thorpinu sem brudkaupid var i eda thar i kring. Jaeja...90 km. 20km thar af voru baerilegir. 70 km voru helviti. Vegirnir i sveitunum eru svo slaemir ad their islendingar sem vilja gong i gegnum hvern hol aettu ad vera settir i lelegann minibus og keyrdir um herna, tha myndu thau vera satt med vegina a Islandi. Allavega... 90km eiga ad vera kannski 100min eda svo..ekki herna. Rumlega 3 klukkutimum seinna og alltof morgum kulum a hausnum seinna komum vid loksins i brudkaupid. Tha skiptum vid um fot. 'Eg hafdi keypt pils nokkrum dogum adur, og var med skirtu og naerbol med mer, mig langadi ekki til ad vera i ohreinum stutterma bol i brudkaupinu. Ann hafdi fengid lanad hja herbergisfelaga sinum Khmer pils. Svo vid voktum mikla lukku. 

Mér fannst aedislega saett thegar ein stelpnanna af LHO sagdi vid mig, "today I'm happy"og hélt ad thad vaeri tví ad hún fékk ad hitta fjolskylduna sína eda af tví ad hún fékk frí í skólnum. Svo ég spurdi "Why" Hún sagdi "Today I get make up two time, so I pretty like you, like Ann" 

Vid gegnum ad brudkaupinu i kolnidamyrkri, thegar vid gengum inn a lodina sem veislan var haldin a slo thogn a gestina thegar. Ekki a hverjum degi sem hvitt folk tekur thatt i partii. Okkur var visad til bords og oll bornin i veislunni eltu okkur. Stuttu sidar var byrjad ad hlada diskum, glosum, bjor, vatni, klokum og mat a bordid. Thetta var besti khmer matur sem eg hef fengid. Vid bordudum og bordudum og drukkum volgann bjor med klaka. Krakkarnir faerdust alltaf naer okkur med hverjum bita thar til thau satu liggur vid i fanginu a okkur. 

Eftir matinn og alskonar skalannir, forum vid Ann upp. Khmer hus eru oftast a stultum vegna snaka og annara dyra sem madur vill ekki hafa i ruminu sinu. Troppurnar upp í thetta hus voru hraedilegar! Minntu helst a troppurnar i Angkor Wat, nema ad thad var meira bil a mili trappna a husinu. Jaeja. Thar uppi satu brudhjonin i hefdbundum fotum og vottudu virdingu sina fyrir foreldrunum. Thetta var klukkan 21 eda 21:30. Hullumhaeid hafdi byrjad klukkan 13:00. 8 klukkutímum fyrr. Tharna voru thau buin ad sitja allann daginn ad votta foreldrunum virdingu. Vid hneigdum hofud og settum hendurnar saman fyrir framan nefid og sogdum eitthvad sem eg man ekkert hvad var a khmer.

Thegar vid klongrudumst aftur nidur kom thorpshofdinginn og tok i hendurnar á okkur. Thessar lika risa hendur. Eg hef aldrei sed annad eins! Thad var eins og hann vaeri i luffum thaer voru svo breidar! Ég fékk ad taka mynd af okkur saman. Og hann hélt rosa langa raedu um hvad hann vaeri stoltur á ad bjóda mig og Ann velkomnar í thorpid sitt. Allt á khmer, thannig ad raedan sem vid fengum var : "Chief say Welcome" Thad tók 5 mínótur.

Klukkan 22 fylgdum vid Ratna aftur i husid thar sem vid hofdum skipt um fot, thar attum vid lika ad sofa. Vid svafum i rumi foreldra hennar Litu sem vinnur a LHO...Allavega vildi Ratna ekki fara ein thannig ad eg og Ann fylgdum henni, Lita vildi líka skipta um fot ádur en vid fórum ad dansa. Ég var bara fegin ad komast í burtu frá cheifnum. 

Svo var dansad! Vid gengum í hring, í kringum bord med risastórum brúsa af brennivíni í sem lyktar eins og egg, og sveigdum hendurnar eftir tónlistinni sem var ad sjálfsogdu hefdbundin khmer tónlist af karíókí vcd disk.

Eftir nokkra svoleidis dansa var heldur betur skipt um gýr! MAKARENA! hversu gamalt er thad? Jaeja, ég og 2 stelpur af LHO leiddum alla gestina í Makarena brjálaedi!. Thar til leidtoginn kom. Hann var alltaf ad grípa í mig og oskra eitthvad og hlaeja rosalega! Hann hefur eitthvad misskilid vid thad ad ég vildi fá mynd af okkur.  Eftir makarena kom lagid "I've go the power" sem er svipad gamalt. Ann var of feimin til ad fara med í makarena brjálaedi. Thannig ad ég setttist hjá henni í naesta lagi. Leidtoginn skammadist sín greinlega yfir tví hvernig hann lét á dans-sandinum og hélt adra 5 mínótna raedu, sem ég fékk svo thýdda "Sorry, much drink". Ég og Ann donsudm smá meira en vegna thess hvad dagurinn hafdi verid langur fórum vid ad sofa um midnaetti. Mr. Lee og Sokhorn voru thá flissandi eins og smá gelgjur. Sokhorn meira en venjulega. Brúdhjónin voru komin nidur úr foreldra virdingarvottuninni svo ad vid vissum ad thad vaeri kominn tími á rúmid. Allavega hjá okkur. Hinir héldu áfram í teitinu langt fram eftir nóttu. Ég hélt ég myndi aldrei sofna á gólfinu, baedi tví thad er hart og tví ad laetin úr veislunni heyrdust marga kílómetra. Á 2 mínótum var ég steinsofnud!

Daginn eftir áttum vid ad vakna klukkan 5...en vid sváfum oll yfir okkur. Ég var vakin klukkan 7. Morgunmatur. Thá sá ég "konu". Eda eitthvad. Hún var allavega ótrúlega karlmannsleg og med djúpa rodd. Ég hafdi reyndar séd brúdkaupsmynd af henni hjá Litu en ad sjá hana í alvorunni var stórkostlegt! Hún var svo mossud og kallaleg, en gronn og kvennleg í leidinni. 

Vegurinn sem vid tókum á leidinni til baka var alveg jafnslaemur. Og minibusinn var ennthá trodnari tví vid tókum med okkur krakkana af LHO sem hofdu farid daginn á undann okkur, thad voru 5 stk. Svo tókum vid med okkur 2 thorpsbúa. Nema ad thá tók thetta 3 kl og 30 mín c.a. Ég trúi tví ad ég hafi rotast einhverstadar á leidinni vegna hoppana sem ég fór á ferdinni tví ég opnadi augun og thá vorum vid naestum tví komin. Ann sagdi ad ég hefdi ekki gefid frá mér hljód í meira en 90 mín.

Á fostudaginn fór ég óvart í brúdkaup. Ég var ad fara ad borga leiguna mína og thad var brúdkaup fyrir framan skrifstofuna hjá Brocon Group. Thad vard uppi fótur og fit. Sértaklega thar sem ég hélt á bréfpoka og fólk hélt orugglega ad thad vaeri brúdkaupsgjof. Ég sá sorgina í augunum thegar ég stakk mér inn í bygginguna hjá Brocon. Hins vegar langar mig mjog mikid til ad fara í brúdkaup í borginni. Thad á ad vera meiri háttar. Stórir frilly kjólar og alskonar skemmtilegheit.

Á mánudaginn var mjog skemmtilegur dagur. Thad var í gaer ekki satt? Allavega ad thá eru loksins komin ljós í stigaganginn minn! Thannig ad ég tharf ekki ad hafa áhyggjur af tví ad detta í ruslinu sem er thar. Ég sá notadann smokk fyrir nokkrum dogum. Thad var ekki skemmtilegt.

Jaeja... er thetta ekki nóg.

Jú eitt enn. Sárid mitt er ad gróa. Mér lídur betur í bakinu eftir ad ég datt aftur fyrir mig af mótorhjoli um helgina. Charley, vinkona mín, ýtti mér óvart af. Thad var eiginlega bara kominn tími til ad ég faeri ad meida mig. Ég var ekki búin ad vera med einn marblett alltof lengi.

Best ad fara og gera eitthvad uppbyggilegt. Thó ad thad sé thad sem ég geri alla virka daga get ég líka gert eitthvad uppbyggilegt á kvoldin. Ég er ad kenna Hung, 8 ára gomlum syni bareiganda í gotunni minni ad lesa. Pabbi hans vill ekki borga fyrir hann í skóla svo ad ég kenni honum bara. Hann er samt flug gáfadur og talar ótrúlega góda ensku hann Hung.

Baejó 

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband