Viltu koma út að leika Villi prins?

Eins mikið og það var þjarmað að manninum sem átti að útvega okkur invæt í kvöldverðinn í kvöld, kom allt fyrir ekkert og við fáum ekki að hitta prinsinn. Kannski í næstu viku þegar hann er búinn að vera 11 daga á dörtbæk. Þetta er ekkert smá fyrirtæki fyrir prins að vilja fara á dörtbæk í Kambódíu. Tveir gædar. 4 trukkar af græjum og öryggisvörðum. Ein Þyrla. Slatti af gúrkum (eða nepölskum hermönnum)... Ég er með krosslagða fingur um að við fáum að hitta hann í næstu viku þegar hann kemur til baka.

Annars fékk ég ROSA góðar fréttir í dag. Við fáum ÆÐISLEGA íbúð. Þegar ég er búin í prófum byrja ég að pakka og svo fáum við fluttninga menn 9 janúar (því við förum til Ástralíu í millitíðinni) og svo flytjum við á Riverside í 2ja hæða íbúð sem er 2ja herbergja, 2 baðherbergi, svalir, útsýni og víst með fullbúnu eldhúsi og það er víst bar í íbúðinni líka. Og það verða engir reikningar, bara leiga, því það er bara einn rafmagnsmælir og hann er fyrir bankann sem þýðir að ég geti hætt að vera sveitt heima að læra því við getum notað loftkælingu! Besta er: enginn leigusali, engin rotta og engar framkvæmdir!

Talandi um rottur. Þegar ég var að hengja upp þvott í þvotta/gestaherberginu uppgötvaði ég að rottan hafi komist þar inn og fengið niðurgang á náttborðið. Hressandi.

Ég keypti loksins hjálm í dag. Ég er búin að máta svona milljón og tvo hjálma en enginn hefur passað þar til í dag. Ég fékk þennan fína Zeus hjálm. Eini gallinn er sá að hann er ekki með hökuvörn, en það er betra en að vera með engan hjálm eða hjálm sem er með hökuvörn og er alltof stór. Þar sem að Justin á tvo (einn venjulegann og annann dörtbæk) þá hef ég verið að nota hans venjulega en hann er að sjálfsögðu of stór.

3 vikur eftir af skólanum, prófin klárast eftir mánuð (9. des) og þá frí! Jeij!

Verið sæl að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hallelúja! eruð þið þá flutt for good?

ég skil ekki hvernig þið hafið orku til að standa í öllum þessum flutningum og veseni :P

já vona bara að rottan elti ekki hehehe

og próf búin 9. des?? ja hérna þú hefur það gott ^^

gangi þér bara súper vel.

og skilaðu kveðju til villa kalls :P

spíra (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband