Vilhjálmur Bretaprins að koma í heimsókn!

Helvítis rottan sem ég fann inni hjá mér um daginn meig í ullarteppið mitt, sérlega skemmtilegt þegar við eigum bara eitt teppi og veturinn fer að leggjast yfir Kambódíu. Nú er ég búin að þvo það tvisvar sinnum og ekki skánar lyktin.. Termítarnir sem ég fann í vikunni hafa ekki gert vart við sig í nokkra daga, kannski eru þeir í verkfalli eftir að ég spreyjaði svo eftirminnilega á þá, hálfur brúsi af Raid á svefnherbergisgólfið mitt.

Villi Prins var að lenda í Phnom Penh, enginn komst neitt og mikið af vegum lokaðir og búnir að vera lokaðir í klukkutíma, það tók Justin 40 mínótur að komast heim frá mótórhjólavirkjanum sínum sem býr 5 mín frá okkur. Nema hvað... Villi prins er að fara á dörtbæk í 11 daga einmitt með mótórhjólagaurnum hans Justins og 40 öðrum. Við erum mikið búin að reyna að pressa á hann að fá invæt í kvöldverðin sem er á þriðjudaginn. Ef við bara gætum tekið frí og farið með, því allir eru víst velkomnir með í túrinn, það á að fara um Cardamoms fjöllin upp til Preah Vihear og alskonar spennandi. Nú er eins gott að rottan hætti að kúka á gólfið svo að ef við fáum invæt í kvöldverðin og tökum Villa svo á djammið að þá er skilda að enda kvöldið með svínarifjum og special magic sauce frá Indónesíu sem þýðir að hann yrði að koma heim til okkar. Ég get ekkert lært mannfræði þegar svona mikið liggur við, verð að kaupa nýja moppu og skúra í sparifötunum svo ég geti stukkið til að hitta verðandi kónginn. Justin er álíka spenntur og ég yfir þessu öllu saman og langar mikið að fá mynd með prinsinum, sér í lagi þar sem hann er nú hálf-breskur og Ástralía er ennþá undir pilsfaldi drottningarinnar.

 Nóg um dagdrauma, best að skrifa um hvernig trú er notuð til að stjórna samfélögum. (Ef þú átt 1000-1300 orða ritgerð um það efni máttu endilega gefa mér hana í snemmbúna jólagjöf Happy)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nauh, villi prins í kambó af öllum stöðum :P

 ekki slæmt að setja í ferilskrána að þú hafir eldað oní herrann!

sorry....ég á ekki ritgerð um þetta efni

spíra (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 12:47

2 identicon

Mig langar eiginlega mest að vita hvernig þessi rotta nennti að klifra upp allar þessar 68 tröppur! (nema þið séuð búin að flytja aftur, ef svo er máttu slá mig næst þegar þú sérð mig fyrir að fylgjast ekki nógu vel með)

Skemmtilegt líka að segja frá því að ég er eiginlega farinn að sakna hitans þarna úti... það er stundum einum of kalt hérna heima

Gústavo (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 16:09

3 Smámynd: Erna Eiríksdóttir

við sjáum til á morgun hvort við fáum invæt!

Gústi... það eru 87 tröppur!! rottan kom upp af þakinu við hliðina á okkar, sem nær bara upp að svölunum, og þaðar eru svalir fyrir neðan með grindverki utan um allt og þar fyrir neðan annað þak sem nær upp að annari hæð... og ég hef séð rottur klifra upp veggi.

MAGNAÐ! hefði aldrei búist við því !!

Erna Eiríksdóttir, 8.11.2009 kl. 17:20

4 identicon

Ég væri actually til að skrifa ritgerð um þetta!

Inga! (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 20:03

5 Smámynd: Erna Eiríksdóttir

væsgú! Bera saman: annars vegar tengsl “bókatrúarbragða” (kristni, íslam, hindúisma eða búddisma) við lagskipt samfélög og hins vegar tengsl fjölgyðis/andatrúar við valddreifð sjálfsþurftarsamfélög og samskipti fólks við yfirnáttúrulegar verur (guð, anda) í þessum ólíku samfélögum. Athuga: bera saman þetta tvennt. Þarf að skila í dag fyrir miðnætti. :)

Erna Eiríksdóttir, 9.11.2009 kl. 08:44

6 Smámynd: Erna Eiríksdóttir

uppáhaldskvótið mitt sem ég nota í ritgerðina er "Religion is opium for the masses"

Erna Eiríksdóttir, 9.11.2009 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband