Bananar talandi Khmer með heimþrá í sundlauginni hjá pósthúsinu sem flaug til og frá.

Á þriðjudaginn kom leigusalakonan mín og dinglaði bjöllunni rétt áður en ég varð að fara í ELT. Hún hafði miklar áhyggjur af mér.
Hún hafði séð Justin fara með Inu, með töskur og alskonar, eldsnemma morguninn áður. Hún hélt að hann hefði farið frá mér fyrir aðra konu....
Kim spurði mig "eiginmaður þinn, hvar er hann? Er hann farinn frá þér fyrir þessa ljósku". Hún var svo einlæg og áhyggjufull yfir þessu öllu saman að ég átti erfitt með að hrynja niður í gólfið og hlæja eins og vitlaus kona. Kannski hafði hún bara svona miklar áhyggjur af þessu öllu því það er hann sem kemur alltaf með peningana fyrir leigunni okkar.
Jæja, hún gaf mér banana til að hugga mig og til að biðjast afsökunnar á látunum í framkvæmdunum sem áttu að vera búnar fyrir 2 vikum. Mér finnst nú að hún hefði getað skipt um ljósaperur áður en við fluttum inn... eða jafnvel sett nýjan hurðarhún svo ég hætti að læsa mig inni.

Ég og Sokuntea (aðstoðarmanneskjan mín) létum öllum illum látum í gær í sundi. Við urðum að bíða í 15 mín eftir fyrsta hópnum okkar svo við stukkum bara útí, gerðum bombur og dýfðum okkur og stóðum á höndum og fórum heljarstökk og syntum eins og höfrungar. Öðrum kennurum og börnunum til mikillar lukku, ég er líka viss um að það hafi verið einhver öfund í loftinu, því það var heitt heitt.. nú er ég ekki manneskja sem kvarta mikið undan hita, en það er búið að vera sérstaklega heitt upp á síðaskastið, engin rigning, veðurfréttirnar segja 32 gráður og 60% líkur á rigningu en sannleikurinn er sá að það eru 44 gráður og 10% líkur á rigningu.

Það er alveg ferlega skemmtilegt að fara á pósthúsið. Justin er að bíða eftir pakka, þannig að ég að fór að reyna að sækja hann... Ég var send á alskonar borð og bása, þar til ég fann loksins hvert ég átti að fara alveg sjálf, þar var mér rétt RISA bók með milljón nöfnum og mér sagt að skoða. Ég skoðaði í klukkutíma. Ekki ennþá kominn, það eru liðnir 2 mánuðir síðan þetta var sent.

Að leita að flugum til og frá Phnom Penh er alveg martröð. Kambódía, og þar að leiðandi Phnom Penh er í miðjunni á Suðaustur Asíu en það þýðir ekki að það séu milljón bein flug til annara landa eins og fra BKK eða KL eða S'pore... Við sumsé finnum ekki flug sem henta okkur frá Sydney. Kannski að Sydney sé vandamálið, það eru mun fleiri þægileg flug frá Melbourne. En þetta er ein af bölvununum við að búa [oftast] í paradís. ó brunnur, þetta reddast allt saman.

Annars get ég ekki neitað því að ég er með smá heimþrá, það er líka svo langt eitthvað þangað til ég kemst til Íslands (10-12 mánuðir). Justin talar varla um annað en að fara "heim til Oz" um jólin. Ég fæ líka alveg nóg af PP einstaka sinnum svona þegar tuktuk og motodopar eru að gera mig brjálaða og mér finnst ég ekki vera að komast í gegnum nemendur mína og verð alveg vonlaus og vill stundum gefast upp á hjálparstörfunum sem ég er í... Ég sakna líka fjölskyldu og vina minna stundum og þess að getað nálgast allt sem ég þarf á einum stað, það er reyndar ein verslun hér sem selur alveg furðulegt órval af vörum, derhúfur, skólatöskur og klósett.. Þannig að það er alltaf eitthvað til að létta lund mína og minna mig á það afhverju ég elska að búa hérna.

Khmer tímarnir ganga ágætlega, en ég held að kennarinn okkar muni yfirgefa okkur bráðum, hann var að fá dúndur vinnu á 5 stjörnu skemmtiferðarbát sem siglir frá Siem Reap til Saigon. Hann fær meira að segja vegabréf og allt, ég held að hann sé mest spenntur yfir vegabréfinu sem hann fær. Þetta er mjög spennandi fyrir hann.

En já,
ást og gleði og allt það,
verð að einbeita mér að flugum Barainn vill ekki að ég sé að slóra svona..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu Erna.

Við söknum þín líka.

Segðu mér eitt samt. Ertu með "fasta" addressu þarna meginn? Ef svo er, hver er hún?

Gummi Kári (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 10:39

2 Smámynd: Erna Eiríksdóttir

:)

ég er með fasta adressu, hún er

Erna Eiríksdóttir (tel: 089645399)

st. 108 no 45-47

Psah Chas / Wat Phnom

Daun Phen,

Phnom Penh

Cambodia

Hví spyrðu?

Erna Eiríksdóttir, 28.8.2009 kl. 12:02

3 identicon

ég byrja bara að telja niður í heimkomu þína :)

spíra (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband