Hús og Híbýli

Eins og það getur nú verið gaman að skoða húsablöð og húsgögn, þá getur það verið algjör martröð að skoða íbúðir og hús, sér í lagi í PPhen. Ég fór í dag að skoða tvennt. Ein var furðuleg og lyktaði asnalega og stórkostlega over priced.. Hin var allt í lagi, en samt einhvernvegin ekki...það var bara eitthvað rangt við hana. Og ég var ekki heldur það hrifin af garðbekknum sem var notaður sem sófi. En mjög stórar og góðar svalir. Svo fékk ég að sjá eitt að utan sem gæti verið ágætt, samt á 1stu hæð og frekar nálægt girlie börum og engar svalir. Ég vildi óska að Brocon væri með eitthvað á leigu sem við Justin gætum fengið. Því ég sakna fyrstu íbúðarinnar minnar. Hún var fullkomin. Ég mun aldrei gleyma svipnum á Justin þegar hann kom að sækja mig á fyrsta stefnumótið okkar. Hann hélt að ég byggi í einhverri skítaholu, svo sem skiljanlegt eftir að hafa vaðið rusl upp á læri og hoppað yfir skít þar sem eitt rör var sprungið og drepið nokkra kakkalakka og veifað af sér leðurblöku (og ég átti bara heima á annari hæð). Svo opnaði ég hurðina og þá blasti við honum lítið loftkælt himnaríki, en skelfingarsvipur hans blast við mér. Eitthvað er að vefjast fyrir þessum fasteignamönnum mínum með litlu frönsku nýlendu tíma villuna sem þeir ætluðu að sýna mér, ég vona að það skýrist á næsu dögum... Svo ákvað ég líka að tjékka á annari fasteignastofu, bara til að auka möguleika mína á að finna drauma heimilið. Það getur verið algjör brandari að lesa lýsingar á íbúðum, sér í lagi hjá visalrealestate.com !

Annars er það Indónesía ekki á morgun heldur hinn!
Singapore 19. apríl.
Phnom Penh 20. apríl
Pabbi verður ári eldri 23. apríl
Singapore 24. apríl
Phnom Penh 27. apríl
Eydís verður 6 ára 1 maí
Justin fer til Ástralíu 1 maí
Sigrún og Gústi koma 3 maí.
Kóngurinn á afmæli 13-15 maí.(frí í marga daga, og þýðir ekkert nema að fara á ströndina Sigrún og Gústi!)
Sigrún og Gústi fara 17 maí.
Justin kemur heim 20 maí.
Við flytjum vonandi 21 maí og fáum vonandi lánaðann bíl í það allt saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

VÚÚÚ!

Þetta hljómar eins og erfitt verkefni þetta húsaval.

Gummi Kári (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 08:17

2 identicon

já það er ekki heiglum hent að finna gott íbúðarhúsnæði þarna úti.

ooooog þegar ég les dagatalið þitt er ég bara farin að iða í skinninu. get ekki beðið eftir því að flatmaga á ströndinni ;)

við erum að tala um minna en mánuð........4 vikur!!! *runsaroundincircles*

spíra (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 09:53

3 identicon

Ég hlakka til að sjá næsta dagatal. Vonandi verður þar heimkoma.

Mamma (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband