Ástralía

Eftir þrjár æðislegar vikur í Ástralíu er ég komin aftur heim til Phnom Penh og er hálfnuð með flutningana í nýju tveggja hæða íbúðina okkar.

20. des flugum við til Melbourne í gegnum Taíland með AirAsia og Jetstar. Það var allt í lagi svo sem. Í Melbourne gerðum við alskonar, fórum í búðir og keyptum jólagjafir, lifðum af fyrstu Ikea ferðina okkar, fórum í bíó og drukkum Ástralskann bjór. Á Þorláksmessu fórum við í verslunnarmiðstöð og þegar við komum þangað spurði ég hvað erum við að fara að gera hér og Justin hafði ekki hugmynd um það svo við fórum bara í ráp þar til við urðum að bruna til St. Kilda hverfið í Melb. til að hitta Lee sem við kynntumst í Phnom Penh til að fara á skútuna hennar að sigla, við drukkum Mumm kampavín, borðuðum ostrur, rækjur, osta, jarðaber og súkkulaði, aðeins betra en að selja bækur í 13 klukkutíma í brennivíns og skötu fýlu. Besta var að ég fékk að keyra skútuna OG við sáum mörgæsir!... Á Aðfangadag flugum við til Adelaide, þannig að, ég var í loftinu þegar jólin hefðu átt að byrja.. en í Ástralíu eru jólin á jóladag. Vð fórum bara á pobbinn og borðuðum bestu önd sem við höfum bæði fengið í Kína-hverfinu í Adelaide. Alltaf stuð. Mér fannst reyndar ferlega skrítið að fara á bar og drekka GT á jólunum, en svona er þetta víst þar. Á jóladag aðstoðaði ég aðeins í eldhúsinu við að undirbúa hádegismatinn sem tók okkur 4 klukkutíma að borða. Kampavín, ostrur, rækjur, skinka, kalkúnn, kjúkklingur, ofnbakað grænmeti, kartöflur, jarðaber, hindber, ís, jólabúðingur, jólakaka, brandísmjör, brandírjómi, brandí brandí brandí. Á milli rétta og drykkja urðum við svo uppgefin að við urðum bara að leggja okkur út í garði því það var 30 stiga hiti og sól. Það var ljúft þar til Nigel (pabbi Justins) ákvað að henda brauðsósu á okkur. Hann er hress kall. Gjafir voru opnaðar. Ég fékk 2 pakka, fyrir utan það sem mér var sent frá Íslandi. Á annann í jólum fórum við að horfa á krikket. Ég fékk að prófa og var bara mjög góð, öllum að óvörum, í að hitta boltann. Skoraði nokkra fjarka og sexur. Justin bjó til eld og við grilluðum og drukkum öl í sólinni. Í Adelaide hitti ég kurteisasta almennings klósett í heimi. Það bíður mann velkominn og spilar tónlist svo þakkar það manni fyrir að nota sig.

Daginn eftir fórum við til Hanhdorf sem er þýskur bær fyrir utan Adelaide, stoppuðum á jarðaberja akri og í súkkulaði verksmiðju áður en brunað var til Naracoorte þar sem við ætluðum að eyða nóttinni hjá fjölskyldu vinum Justins. Þau eru bændur og rækta vín, hveiti og rollur. Vínið hefur verið valið það besta í sinni sýslu og unnið blind próf tvisvar sinnum í röð, ekki slæmt það. Það var gaman að fara á sveitabæinn. Ég fékk að keyra fjórhjól, leika við hunda, spila tennis og alskonar.

Og þá tók langa keyrslan við. Við keyrðum frá Naracoorte til Apollo Bay. Okkur var sagt að það tæki 3-4 tíma að keyra. 8 klukkutímum seinna komum við loksins til Apollo Bay. Við keyrðum Great Ocean Road og sáum postulina 12 sem eru reyndar bara 6 eða 8 núna. Þar sá ég líka fyrsta kóalann. Hann var að rölta yfir götuna og við keyrðum næstum því á hann! Sem betur fer gerðist það ekki. Nú þegar við loksins komum á áfanga stað vorum við uppgefin. Við gistum í húsi sem móðursystir Justins, börn og tengdabörn leigðu yfir jólin. Við sváfum við risastórann glugga með ótrúlegu útsýni yfir sjóinn, ströndina og stjörnurnar, hina nótina var okkur svo kalt að við kveiktum eld. Það getur verið gasalega rómó að gista á gólfinu í húsi með 6 öðrum. Við fórum á ströndina og reyndum að veiða fisk og sólbrúnku. Um kvöldið sáum við allavega 20 kóala og nokkra drop bears sem réðust ekki á okkur sem betur fer!

Til að komast aftur til Melbourne tókum við rútu og lest 30. des. Við vorum rétt yfir nýja árið í Melbourne og á ný árs kvöld var það frekar rólegt kvöld. Við grilluðum í rigningunni og borðuðum pulsur með öðru pari og drukkum freyðivín. Flugeldarnir voru frekar lélegir en allt í lagi. Svo fórum við bara heim til tölulega snemma. Við ætluðum að fara á kappreiðar á ný ársdag en fólkið sem ætlaði með okkur var veikt svo það varð ekkert úr því, við fórum bara í göngu um skrúðgarða Melbourne og tókum því rólega.

Annan janúar flugum við til Sidney þar sem við vorum síðustu vikuna okkar í Ástralíu. Við gerðum nú ekki mikið þar. Ráfuðum um miðbæinn, keyptum jólafjöfina mína frá Justin (kjóll og skyrta og sjávarrétta veisla með sverðfisk, ostrum, rækjum og kræklingar), ég fékk tölvuna mína viðgerða alveg frítt og við komumst að því að ég er mjög góð í lawn bowls. Skemmtilegast var þegar við keyrðum til Manly og Freshwater strandana og eyddum deginum þar. Justin fæddist í Manly sem, áður en hann fæddist, hét bara The Beach eða Ströndin. En því hann fæddist með bringuhár varð að breyta nafninu. Til að komast heim, því Moira (mamma Justins) keyrði okkur, tókum við ferjuna, á leiðinni höfðum við gott útsýni yfir Sydney höfnina, brúnna og óperu húsið. Á föstudaginn var pakkað og farið upp á flugvöll, ég var með 9 kíló þegar ég kom til Ástralíu en 18 þegar við fórum, ekki slæmt :)

Við vorum alltaf að hitta fólk með furðulegustu tengsl til okkar. Einn var hálfur Kambódi, besti vinur annars býr í PP og kenndi box með boxara sem við þekkjum, Emiliana Torrini var með tónleika bæði þegar ég var í Melbourne og í Sydney, enn annar er að fara til Íslands í sumar og svona mætti lengi telja!

En núna erum við komin heim til Kambódíu, 4 kílóum feitari og flutt inn í nýja íbúð sem er á 4-5 hæð með engri liftu. Eldhúsið og stofan eru tilbúin, fataherbergið er að klárast og svalirnar eru eftir. Við fáum grill sent frá Ástralíu bráðum.
Íbúðin var ógeðsleg þegar við komum inn, lyftum upp mottu sem var undir kaffi borðinu það var sentímeters þykkt lag af drullu og ógeði og risa pöddum sem ég hef aldrei séð áður. Þannig að gærdagurinn var hressandi.

Á morgun byrjar vinnan aftur. Það er skemmtilegt. Efast um að við getum farið ofan í sundlaugina því það er svo kalt hérna, þó ekki eins kalt og var í Ástralíu flesta dagana sem við vorum.

Jæja, ég ætla að halda áfram að taka upp úr kössum.

Gleðilegt nýtt ár!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hljómar alveg yndislega... sérstaklega sólin og maturinn. Ég er orðin svoldið þreytt á þessu endalausa myrkri hérna. Ég sakna þín alveg heilan helling! Sigrún líka! Við vorum að tala um það bara núna fyrir örstuttu. *sigh*

Jæja *knús og kossar*

Inga! (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 14:56

2 Smámynd: Erna Eiríksdóttir

Aww ég sakna ykkar líka! Hvenær kemurðu í heimsókn? Ætlið þið Anna ekki að kíkja?

faðm og kyss!

Erna Eiríksdóttir, 11.1.2010 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband